Eignir og fjárfestingar

Gildi er leiðandi fjárfestir á íslenskum markaði og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og víðtæka upplýsingagjöf. Sjóðurinn lítur meðal annars til umhverfismála, félagslegra málefna og stjórnarhátta í fjárfestingum.

Ársskýrslur Gildis

Í ársskýrslum Gildis eru veittar ítarlegar upplýsingar um stöðu, ávöxtun og starfsemi sjóðsins. Skýrslurnar eru gefnar út árlega í aðdraganda ársfundar.

arsskyrsla 1
Framkvæmd hlutahafastefnu

Skýrsla um framkvæmd hluthafastefnu

Gildi-lífeyrissjóður birtir hér ítarlega samantekt um framkvæmd hluthafastefnu sjóðsins á árinu 2023 og hvernig Gildi beitti sér sem hluthafi í skráðum félögum.

Eignarsamsetning

Eignir, ávöxtun og fjárfestingarstefna

Eignasafni Gildis er stýrt í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins hverju sinni, með það að markmiði að ná fram ákjósanlegri áhættudreifingu og ávöxtun til langs tíma. Áherslur Gildis sem leiðandi fjárfestis á íslenskum markaði eru m.a. aðgengilegar í hluthafastefnu sjóðsins og stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Sjóðurinn rekur fjórar fjárfestingarleiðir, eina fyrir samtryggingardeild og þrjár innan séreignardeilda.

Samtryggingardeild

Hrein eign samtryggingardeildar nam 283,2 milljörðum í árslok 2023. Hrein nafnávöxtun á árinu 2023 nam 6,7% sem þýddi -1,2% raunávöxtun.

Nánari upplýsingar

Framtíðarsýn 1

Hrein eign Framtíðarsýnar 1 nam ríflega 3,3 milljöðrum króna í árslok 2023. Hrein nafnávöxtun á árinu 2023 var 5,7% sem þýddi -2,1% raunávöxtun.

Nánari upplýsingar

Framtíðarsýn 2

Hrein eign Framtíðarsýnar 2 nam tæplega 3,5 milljörðum króna í árslok 2023. Hrein nafnávöxtun á árinu 2023 var 5,3% sem þýddi -2,5% raunávöxtun.

Nánari upplýsingar

Framtíðarsýn 3

Hrein eign Framtíðarsýnar 3 nam ríflega 1,9 milljörðum króna í árslok 2023. Hrein nafnávöxtun á árinu 2023 var 8,2% sem þýddi 0,2% raunávöxtun.

Nánari upplýsingar
Sjálfbærni - kaflamynd

Upplýsingagjöf um sjálfbærni

Fjárhagsleg áhætta sem tengist sjálfbærni er mismikil eftir fjárfestingarkostum og hefur mismikið vægi. Fjárhagsleg áhætta tengd sjálfbærni er hluti af mati á fjárfestingarkostum en kemur þó ekki í veg fyrir að Gildi fjárfesti þar sem áhætta vegna sjálfbærni er til staðar.