Skilmálar samnings

um séreignarsparnað

1. Skyldur rétthafa
Rétthafi skuldbindur sig til að greiða til vörsluaðila mánaðarlegt innlegg af heildarfjárhæð greiddra launa skv. 3.gr. laga nr. 129/1997 og skal greiðslan vera séreign rétthafa og tilgreind á sérstökum reikningi hans.

Rétthafi skal fela launagreiðanda að halda eftir umsömdu innleggi af launum hans og standa vörsluaðila skil á því. Greiðslur skulu hefjast eigi síðar en tveimur mánuðum eftir undirritun samnings þessa.

Greiðslutímabil hvers innleggs skal eigi vera lengra en einn mánuður og skal gjalddagi vera 10. næsta mánaðar. Eindagi skal vera síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga. Rétthafi skal tilkynna vörsluaðila ef hann hættir störfum hjá viðkomandi launagreiðanda.

2. Skyldur rétthafa
Rétthafi skuldbindur sig til að greiða til vörsluaðila mánaðarlegt innlegg af heildarfjárhæð greiddra launa skv. 3.gr. laga nr. 129/1997 og skal greiðslan vera séreign rétthafa og tilgreind á sérstökum reikningi hans.

Rétthafi skal fela launagreiðanda að halda eftir umsömdu innleggi af launum hans og standa vörsluaðila skil á því. Greiðslur skulu hefjast eigi síðar en tveimur mánuðum eftir undirritun samnings þessa.

Greiðslutímabil hvers innleggs skal eigi vera lengra en einn mánuður og skal gjalddagi vera 10. næsta mánaðar. Eindagi skal vera síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga. Rétthafi skal tilkynna vörsluaðila ef hann hættir störfum hjá viðkomandi launagreiðanda.

3. Framlag til séreignar
Framlag í Séreignarsjóð Gildis gefur ekki rétt til stiga eða fyrirfram ákveðins lífeyris heldur skal útborgun úr sjóðnum vera í samræmi við inneign hvers og eins.

4. Útborgun séreignarsparnaðar
Rétthafi getur hafið úttekt á séreignarsparnaði sínum þegar hann hefur náð 60 ára aldri, en þó eigi fyrr en 2 árum eftir fyrstu innborgun.

Verði rétthafi fyrir 100% orkutapi er heimilt að hefja útborgun séreignarsparnaðar og vaxta með jöfnum árlegum greiðslum á eigi skemmri tíma en 7 árum. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Ef innistæða rétthafa er undir 500.000 er heimilt að dreifa útborgun á skemmri tíma en 7 ár. Viðmiðunarfjárhæð þessi breytist í hlutfall við breytingu á vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitölu 173,5 stig.

Deyi rétthafi áður en innistæða er að fullu greidd út fellur hún til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti rétthafi ekki eftir sig maka eða barn rennur innistæðan til dánarbúsins og gildir þá ekki takmörkunin í 2. málsl. 2. mgr. 8. gr laga nr. 129/1997.

5. Uppsagnarákvæði
Samningi þessum er hægt að segja upp með tveggja mánaða fyrirvara. Samningurinn fellur úr gildi ef rétthafi hættir störfum, sem er forsenda fyrir greiðslu hans til Séreignarsjóðs Gildis, nema hann óski þess að halda áfram að greiða til séreignarsjóðsins. Uppsögn samningsins veitir ekki rétt til útborgunar innistæðu eða réttinda. Heimilt er að gera samning um flutning innistæðu eða réttinda eftir uppsögn. Flutningur takmarkast við þá sem geta boðið upp á samning um viðbótartryggingavernd sbr. 3. mgr. 8. gr laga nr. 129/1997.

6. Framsal réttinda
Rétthöfum er óheimilt að framselja, veðsetja eða á annan hátt ráðstafa innistæðu eða réttindum samkvæmt samningi þessum. Þó er heimilt að gera samkomulag skv. 1.-3. tl. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 129/1997 um skiptingu réttindanna milli rétthafa og maka hans svo og að flytja innistæðuna milli vörsluaðila, sbr. 5. gr. þessa samnings.

7. Um samninginn
Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum.

Um samning þennan gilda að öðru leyti ákvæði laga nr. 129/1997 og samþykkta Gildis – lífeyrissjóðs eftir því sem við á.

Rétthafi hefur kynnt sér ákvæði nefndra laga og samþykkta.

8. Undirritun
Til staðfestingar samningi þessum er undirritun rétthafa.