Stjórn og nefndir

Stjórn Gildis fer með yfirstjórn sjóðsins. Endurskoðunarnefnd fylgist með áhættustýringu og virkni eftirlits. Innan Gildis starfar einnig nefnd um laun stjórnarmanna.

Átta manns skipa stjórn sjóðsins. Fjórir kjörnir fyrir hönd sjóðfélaga og fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Kjörtímabil er tvö ár og er helmingur sæta stjórnarmanna og varamanna undir árlega.

Fulltrúar sjóðfélaga og vinnuveitenda gegna formennsku stjórnar til skiptis eitt ár í senn. Stjórnin fer með yfirstjórn sjóðsins og skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir er varða stefnumótun og starfsemi Gildis.

Aðalmenn:
Stefán Ólafsson prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi, formaður Kosinn á ársfundi 2021
Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks ehf., varaformaður Tilnefndur af SA 2021
Árni Bjarnason formaður Félags skipstjórnarmanna Kosinn á ársfundi 2022
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Tilnefnd af SA 2022
Freyja Önundardóttir útgerðarstjóri Önundar ehf. Tilnefnd af SA 2021
Gundega Jaunlinina varaformaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði Kosin á ársfundi 2022
Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands Kosin á ársfundi 2021
Sverrir Sverrisson framkvæmdastjóri Econsulting Tilnefndur af SA 2022
Varamenn:
Páll Ásgeir Guðmundsson forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnissviðs SA Tilnefndur af SA 2022
Ingibjörg Ólafsdóttir Ráðgjafi og verkefnastjóri Kosin á ársfundi 2021
Inga Jóna Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Brims hf. Tilnefnd af SA 2021
Eyþór Þ. Árnason formaður Hlífar í Hafnarfirði Kosinn á ársfundi 2022

Stjórn Gildis skipar þriggja manna endurskoðunarnefnd sem starfar í umboði og á ábyrgð hennar. Endurskoðunarnefnd fylgist með áhættustýringu og áhættueftirliti sjóðsins og virkni innra eftirlits og endurskoðunar. Hún á að tryggja fylgni við lög og reglur, gera tillögu að ytri endurskoðanda og meta óhæði hans.

Nefndarmenn
Sigrún Guðmundsdóttir löggiltur endurskoðandi, formaður
Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur á sviði fjármála og reikningsskila
Freyja Önundardóttir útgerðarstjóri Önundar hf.

Innan Gildis starfar fjögurra manna nefnd um laun stjórnarmanna, en verkefni hennar er að undirbúa og leggja fram tillögu til ársfundar um laun stjórnar fyrir komandi ár.

Nefndarmenn:
Fulltrúar atvinnurekenda Davíð Þorláksson
Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir
Fulltrúar launamanna Kolbeinn Gunnarsson
Stefán Ólafsson