Samtryggingardeild Gildis var með eignir upp á 905,5 milljarða króna í lok árs 2022. Eignir deildarinnar þróuðust með eftirfarandi hætti á árinu 2022 (ath. að allar tölur eru í milljörðum króna):
*Þar með talið 2,2 milljarða kr. örorkuframlag úr ríkissjóði
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar um ávöxtun, eignasamsetningu og fjárfestingastefnu Samtryggingardeildar Gildis. Ítarlegar upplýsingar má finna í ársskýrslum sjóðsins sem hægt er að nálgast hér.
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2022 nam -2,2 en var 17,8% árið 2021. Hrein raunávöxtun var -10,6% samanborið við 12,4% árið áður.
Markaðsaðstæður voru erfiðar á árinu 2022 og fáir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun. Erlend og innlend hlutabréf skiluðu heilt yfir neikvæðri ávöxtun, að undanskildum óskráðum fjárfestingum í hlutabréfum, framtakssjóðum, fasteignasjóðum og innviðasjóðum. Þá leið ávöxtun skuldabréfa sjóðsins fyrir neikvæð áhrif hækkandi vaxtastigs og aukinnar verðbólgu. Styrking erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni dró úr neikvæðri ávöxtun ársins.
Meðal nafnávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 9.8% og alls 8.7% síðustu tíu árin.
Meðal raunávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 4,8% og alls 5,1% síðustu tíu árin.
Í fjárfestingarstefnu samtryggingardeildar Gildis fyrir árið 2023 er lagt upp með að auka samanlagt vægi hlutabréfa og draga á móti úr samanlögðu vægi skuldabréfa. Hlutfall innlendra hlutabréfa, skuldabréfa banka og sparisjóða, skuldabréfa fyrirtækja og annarra fjárfestinga er hækkað frá fyrri stefnu en á móti lækkar hlutfall skuldabréfa með ábyrgð ríkisins og erlendra skuldabréfa.
Undir aðrar fjárfestingar í stefnunni heyra erlendir fasteignasjóðir og erlendir innviðasjóðir, auk erlendra vogunarsjóða sem eru í innlausnarferli.
Verðbréfaflokkur | Eignir þann 30.9.2022 | Stefna 2023 | Mismunur | Frávik (lágmark) | Frávik (hámark) |
---|---|---|---|---|---|
INNLÁN | 2,0% | 0,5% | -1,5% | 0,0% | 10,0% |
SKULDABRÉF | 44,4% | 45,0% | 0,6% | 35,0% | 65,0% |
- Skuldabréf með ábyrgð ríkisins | 19,3% | 17,0% | -2,3% | 10,0% | 25,0% |
- Skuldabréf banka og sparisjóða | 6,8% | 7,5% | 0,7% | 3,0% | 11,0% |
- Veðskuldabréf | 8,8% | 10,0% | 1,2% | 2,0% | 16,0% |
- Skuldabréf sveitarfélaga | 2,0% | 2,0% | 0,0% | 0,0% | 5,0% |
- Skuldabréf fyrirtækja | 6,9% | 8,0% | 1,1% | 3,0% | 15,0% |
- Erlendir skammtímasjóðir | 0,0% | 0,0% | 0,0% | 0,0% | 10,0% |
- Erlend skuldabréf | 0,5% | 0,5% | 0,0% | 0,0% | 12,0% |
HLUTABRÉF | 52,4% | 53,0% | 0,6% | 35,0% | 60,0% |
- Innlend hlutabréf | 23,4% | 22,0% | -1,4% | 12,0% | 29,0% |
- Erlend hlutabréf | 28,9% | 31,0% | 2,1% | 19,0% | 39,0% |
AÐRAR FJÁRFESTINGAR | 1,3% | 1,5% | 0,2% | 0,0% | 4,0% |
SAMTALS | 100% | 100% |
Verðbréfasafn Gildis samanstendur af fjölda eigna sem skiptast í mismunandi flokka eftir eðli þeirra. Hér að neðan er veitt innsýn í eignasafn sjóðsins frá nokkrum ólíkum sjónarhornum eins og það stóð í árslok 2022.
Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar og sundurliðun safnsins í ársreikningi sjóðsins: