Gildi-lífeyrissjóður sendir í vikunni upplýsingar til nýrra sjóðfélaga um réttindi þeirra og þá þjónustu sem sjóðurinn býður upp á. Margvísleg réttindi fylgja því að greiða í Gildi-lífeyrissjóð og eru þau rakin í bréfinu.
Vegna skrifa Ragnars Þórs Ingólfssonar um meint tengsl undirritaðs við brot Samskipa á samkeppnislögum er rétt að koma eftirfarandi á framfæri.Allar fullyrðingar um að ég hafi tekið þátt í brotum Samskipa á samkeppnislögum eru rangar. Það er vissulega rétt að ég sinnti starfi framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa frá ágúst 2005 til janúar 2007.
Vakin er athygli á að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024. Frestur til að samþykkja áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2023.
Stjórn Gildis hefur samþykkt að gera breytingu á vöxtum sjóðfélagalána. Hækkun á föstum vöxtum hefur þegar tekið gildi en breytilegir vextir hækka 20. júlí.
Gildi er einn tuttugu lífeyrissjóða sem sendi á dögunum athugasemdir við áformaskjal fjármála- og efnahagsráðherra um slit og uppgjör á ÍL-sjóði (áður Íbúðalánasjóði). Gildi telur að áformin feli í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins sem ráðherra hefur nefnt að hann sjái fyrir sér að geta sparað ríkinu um 150 milljarða króna með sérstakri lagasetningu um slit á sjóðnum.
Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins.
Frá og með vori 2023 verða sjóðfélagayfirlit aðeins birt rafrænt á sjóðfélagavef Gildis-lífeyrissjóðs. Sjóðurinn mun þar með hætta að senda sjóðfélagayfirlit með pósti til allra sjóðfélaga eins og gert hefur verið síðust ár.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur gengið frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra sem taka mun við starfinu um næstu áramót. Árni Guðmundsson, núverandi framkvæmdastjóri Gildis, mun láta af störfum í lok árs og mun Davíð Rúdólfsson taka við stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins á þeim tímapunkti.
Tæplega eitt hundrað sátu ársfund Gildis-lífeyrissjóðs 2023 sem fram fór Hótel Reykjavík Natura klukkan fimm í dag. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 913 milljörðum króna en þær voru 916 milljarðar í byrjun ársins. Erfiðar markaðsaðstæður á árinu 2022 leiddu til þess að hjá samtryggingardeild sjóðsins var hrein nafnávöxtun -2,2% sem þýddi að hrein raunávöxtun var neikvæð um 10,6%.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka vexti sjóðfélagalána frá og með 22. maí næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 0,95%. Breytilegir vextir verðtryggðra lána og fastir vextir verðtryggðra lána hækka um 0,10%.
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs 2023 verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl klukkan 17:00 á Hótel Natura Reykjavík. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Hrein eign Gildis-lífeyrissjóðs í árslok 2022 var samtals 913 milljarðar króna og lækkaði um 2,8 milljarða á milli ára. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar var neikvæð um 2,2% sem þýðir að hrein raunávöxtun var -10,6% samkvæmt ársuppgjöri sjóðsins.
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 5. apríl næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 50 punkta en breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 10 punkta. Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 20. febrúar næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 25 punkta en breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 35 punkta. Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Gildis hækka frá og með 1. janúar 2023. Hækkunin nemur 10,5% hjá ellilífeyrisþegum sem náð hafa 67 ára aldri sem og maka- og örorkulífeyrisþegum. Ellilífeyrir sjóðfélaga á aldrinum 60 til 66 ára hækkar á bilinu 6,9% til 10,3%.
Lífeyrisþegar geta búist við hærri greiðslum frá og með mánaðamótum janúar/febrúar.
Ríflega sextíu gestir sátu sjóðfélagafund Gildis sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík klukkan 17 í gær þar sem m.a. var farið yfir ávöxtun, rekstur og stöðu sjóðsins á árinu. Þar kom fram að hrein nafnávöxtun á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam -1,2% sem þýðir að hrein raunávöxtun var -10,2%.
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.
Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 15. desember klukkan 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður meðal annars farið yfir starfsemi Gildis á árinu og stöðu á breytingum á samþykktum.