Hrein eign Gildis-lífeyrissjóðs í árslok 2022 var samtals 913 milljarðar króna og lækkaði um 2,8 milljarða á milli ára. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar var neikvæð um 2,2% sem þýðir að hrein raunávöxtun var -10,6% samkvæmt ársuppgjöri sjóðsins.
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 5. apríl næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 50 punkta en breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 10 punkta. Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 20. febrúar næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 25 punkta en breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 35 punkta. Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Gildis hækka frá og með 1. janúar 2023. Hækkunin nemur 10,5% hjá ellilífeyrisþegum sem náð hafa 67 ára aldri sem og maka- og örorkulífeyrisþegum. Ellilífeyrir sjóðfélaga á aldrinum 60 til 66 ára hækkar á bilinu 6,9% til 10,3%.
Lífeyrisþegar geta búist við hærri greiðslum frá og með mánaðamótum janúar/febrúar.
Ríflega sextíu gestir sátu sjóðfélagafund Gildis sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík klukkan 17 í gær þar sem m.a. var farið yfir ávöxtun, rekstur og stöðu sjóðsins á árinu. Þar kom fram að hrein nafnávöxtun á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam -1,2% sem þýðir að hrein raunávöxtun var -10,2%.
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.
Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 15. desember klukkan 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður meðal annars farið yfir starfsemi Gildis á árinu og stöðu á breytingum á samþykktum.
Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra fyrr í dag.
Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána um 20 punkta frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána verða eftir hækkunina 6,90% og viðbótarlána 7,65% Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána verða 2,00% og viðbótarlána 2,75%.
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga um málefni ÍL-sjóðs vill Gildi koma eftirfarandi á framfæri. Markaðsvirði eigna Gildis í skuldabréfum ÍL-sjóðs nam fyrir tilkynningu fjármála- og efnahagsráðherra um mögulegt uppgjör sjóðsins um 109 milljörðum króna. Verðlækkun skuldabréfa Gildis frá þeim tíma nemur nú um 14,7 milljörðum króna
Alþingi samþykkti í vor breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka gildi um næstu áramót. Hér má finna upplýsingar um helstu breytingar sem finna má í hinum nýju lögum.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 24. október næstkomandi. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 50 punkta en breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 20 punkta.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána um 85 punkta. Eftir hækkunina verða vextir óverðtryggðra grunnlána 6,20% og óverðtryggð viðbótarlán munu bera 6,95% vexti.
Skrifstofur Gildis verða lokaðar föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí. Skrifstofur sjóðsins opna á hefðbundnum tíma þriðjudaginn 31. maí.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána um 85 punkta. Hækkunin mun taka gildi 5. júlí.
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs 2022 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl klukkan 17:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Hrein nafnávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs árið 2021 nam 17,8% sem þýðir að hrein raunávöxtun nam 12,4% samkvæmt ársuppgjöri sjóðsins sem nú liggur fyrir.