6. september 2023

Yfirlýsing stjórnarformanns Gildis

Vegna skrifa Ragnars Þórs Ingólfssonar um meint tengsl undirritaðs við brot Samskipa á samkeppnislögum er rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

Allar fullyrðingar um að ég hafi tekið þátt í brotum Samskipa á samkeppnislögum eru rangar. Það er vissulega rétt að ég sinnti starfi framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa frá ágúst 2005 til janúar 2007.

Brotin sem fjallað er um í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um málið áttu sér að langstærstum hluta stað frá og með marsmánuði 2008, þ.e. 14 mánuðum eftir að ég lét af störfum hjá Samskipum.

Ég hef aldrei verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins eða beðinn um gögn vegna þess. Hvers vegna Ragnar Þór Ingólfsson kýs að tengja mig og Gildi-lífeyrissjóð sérstaklega við málið er því með öllu óskiljanlegt.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur er rétt að benda á eftirfarandi gögn:

Björgvin Jón Bjarnason
stjórnarformaður Gildis-lífeyrissjóðs