26. október 2023

Yfirlit yfir stöðu birt á sjóðfélagavef Gildis

Gildi-lífeyrissjóður birti í vikunni rafræn yfirlit sjóðfélaga á sjóðfélagavef sínum sem er aðgengilegur hér.

Gildi sendir sjóðfélögum tvisvar á ári slík sjóðfélagayfirlit með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur. Það á m.a. að tryggja að sjóðfélagar fylgist með því að iðgjöld séu greidd af launum þeirra til lífeyrissjóðsins.

Birtingin er í samræmi við nýlegar breytingar á lögum sem heimila sjóðnum að senda yfirlit á rafrænan hátt í staðinn fyrir að þau séu send á pappír með Íslandspósti. Þeir sjóðfélagar sem vilja áfram fá yfirlitin send með Íslandspósti geta óskað eftir því með því að fylla út formið „Fá yfirlit sent á pappír" sem finna má neðst (í fæti) hér á heimasíðunni. Ath. að það þarf aðeins að gera einu sinni og þar með verða yfirlitin til framtíðar send á pappír.


Pension statements published on Gildi‘s members website

Earlier this week, Gildi Pension Fund published pension statements on its member website, which is accessible here.

Gildi sends such statements to its members twice a year. This is done to ensure that members keep track of their contributions to the pension fund. The publication is in line with recent changes in Icelandic law, which allow the fund to send these statements electronically instead of on paper. Members who still want to receive paper statements can request this by filling out the "Get pension statement of paper" form found at the bottom of the website. Note that this request only needs to be made once, and paper statements will be sent in the future.