9. júní 2023

Vextir hækka

Stjórn Gildis hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á vöxtum sjóðfélagalána:

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka um 125 punkta. Vextir grunnlána verða því 9,85% og viðbótarlána 10,60%.
  • Breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 10 punkta. Vextir grunnlána verða því 2,65% og viðbótarlána 3,40%.
  • Fastir vextir verðtryggðra lána hækka um 10 punkta. Vextir grunnlána verða því 3,00% og viðbótarlána 3,75%.

Hækkun á föstum vöxtum hefur þegar tekið gildi en breytilegir vextir hækka 20. júlí.

Frá og með 20. júlí mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:

Grunnlán Viðbótarlán
Verðtryggð – fastir vextir 3,00% 3,75%
Verðtryggð – breytilegir vextir 2,65% 3,40%
Óverðtryggð - breytilegir vextir 9,85% 10,60%