30. mars 2023

Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 2023

Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs 2023 verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl klukkan 17:00 á Hótel Natura Reykjavík. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.

Dagskrá ársfundar:

  • Skýrsla stjórnar.
  • Kynning ársreiknings.
  • Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt, fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu.
  • Tillögur til breytinga á samþykktum.
  • Starfskjarastefna - til staðfestingar.
  • Kosning/skipan stjórnar.
  • Ákvörðun launa stjórnarmanna.
  • Kosning nefndar um laun stjórnarmanna.
  • Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
  • Önnur mál.

Boðið verður upp af streymi af fundinum en nánari upplýsingar um það verða birtar hér á heimasíðu Gildis þegar nær dregur fundi.

Fundargögn

Streymi

Ársfundi Gildis verður streymt hér á heimasíðu sjóðsins. Útsending hefst klukkan 17:00 fimmtudaginn 27. apríl.
Vakin er athygli á að fulltrúar í fulltrúaráði Gildis sem vilja nýta atkvæðisrétt sinn á fundinum þurfa að mæta á staðinn.