7. apríl 2025
Ársskýrsla Gildis 2024 hefur nú verið birt á vef sjóðsins. Í skýrslunni, sem er tæplega 70 blaðsíður að lengd, eru veittar ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og ávöxtun Gildis á liðnu ári. Einnig er þar veitt innsýn í eignasafn sjóðsins, samsetningu sjóðfélagahópsins, áherslur sem tengjast sjálfbærum fjárfestingum og margt fleira.