Jafnlaunastefna

Gildi-lífeyrissjóður skuldbindur sig til að greiða sömu laun og kjör fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Jafnlaunastefna sjóðsins nær yfir alla starfsmenn sjóðsins og er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og starfskjarastefnu sjóðsins.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi sjóðsins og þeim stefnum sem tengjast jafnlaunakerfinu. Það er á ábyrgð framkvæmdastjóra að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunamála í samræmi við kröfur staðalsins.

Markmið sjóðsins er að að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, skjalfesta það og viðhalda með því að sinna stöðugu eftirliti með því.
  • Setja sér jafnlaunamarkmið, sbr. að framan, og tilgreina hvaða leiðir sjóðurinn hyggst fara til að ná settum jafnlaunamarkmiðum.
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem á kerfisbundinn hátt eru borin saman jafnverðmæt störf með það að markmiði að kanna hvort um sé að ræða munur á launum eftir kyni.
  • Bregðast við óútskýrðum kynbundnum launamun ef hann kemur fram í launagreiningu með viðeigandi hætti.
  • Gera innri og ytri úttektir með reglulegum hætti og halda árlega stjórnendarýni á jafnlaunakerfi sjóðsins.
  • Gera reglulegt mat á hlítingu gagnavart lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og hafa áhrif á jafnlaunakerfi sjóðsins.
  • Kynna starfsfólki jafnlaunastefnuna og hafa hana aðgengilega á vef sjóðsins.