Hluthafastefna

Hluthafastefna Gildis hefur það að markmiði að setja fram áherslur sjóðsins varðandi virka þátttöku sem hluthafi í þeim félögum sem stefnan tekur til. Stefnan er sett á grundvelli stefnu sjóðsins um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar og gildir til viðbótar þeim áherslum sem þar koma fram.

Um verulegan eignarhlut telst vera að ræða þegar eitt eftirtalinna skilyrða er uppfyllt, enda nemi markaðsvirði fjárfestingarinnar umfram tveimur milljörðum króna.

  • Eignarhlutur í félagi er 5% eða stærri;
  • Sjóðurinn er meðal fimm stærstu hluthafa félags;
  • Fjárfesting í félagi nemur a.m.k. 0,5% af heildareignum lífeyrissjóðsins.

Litið er til grundvallarsjónarmiða stefnunnar hvað varðar aðrar fjárfestingar sjóðsins eftir því sem viðeigandi er hverju sinni.

Hluthafastefna þessi gildir um fjárfestingar sjóðsins í skráðum félögum sem sjóðurinn á verulegan eignarhlut í.

Hluthafastefna Gildis 2026



Framkvæmd hluthafastefnu

Liður í hluthafastefnu er að birta yfirlit um hvernig atkvæði Gildis er varið á aðalfundum skráðra hlutafélaga og hvaða tillögur bornar eru upp í nafni sjóðsins.

Gildi er fyrsti lífeyrissjóðurinn hér á landi sem birtir slíkar upplýsingar með þessum hætti.



Stjórnarsetuskráning

Undanfarin ár hefur Gildi óskað eftir að einstaklingar sem vilja gefa kost sér til stjórnarsetu í hlutafélögum með stuðningi sjóðsins, skrái sig. Leitað er að fólki sem uppfyllir almenn hæfisskilyrði laga og önnur þau skilyrði sem sjóðurinn setur hverju sinni.

Val á stjórnarmönnum sem Gildi tilnefnir eða vill styðja byggir ávallt á faglegu ferli.