Liður í hluthafastefnu er að birta yfirlit um hvernig atkvæði Gildis er varið á aðalfundum skráðra hlutafélaga og hvaða tillögur bornar eru upp í nafni sjóðsins.
Gildi er fyrsti lífeyrissjóðurinn hér á landi sem birtir slíkar upplýsingar með þessum hætti.
Undanfarin ár hefur Gildi óskað eftir að einstaklingar sem vilja gefa kost sér til stjórnarsetu í hlutafélögum með stuðningi sjóðsins, skrái sig. Leitað er að fólki sem uppfyllir almenn hæfisskilyrði laga og önnur þau skilyrði sem sjóðurinn setur hverju sinni.
Val á stjórnarmönnum sem Gildi tilnefnir eða vill styðja byggir ávallt á faglegu ferli.