3. nóvember 2025

Lokað eftir hádegi fimmtudaginn 6. nóvember

Skrifstofur Gildis-lífeyrissjóðs verða lokaðar eftir klukkan 12:00 fimmtudaginn 6. nóvember vegna stefnumótunarfundar starfsfólks.

Rafræn þjónusta sjóðsins verður áfram í boði. Umsóknir og upplýsingar má finna á Mínum síðum, og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið gildi@gildi.is. Fyrirspurnum verður svarað um leið og tækifæri gefst.

Starfsfólk Gildis biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.