Skrifstofur Gildis munu loka klukkan 13:00 föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfallsins. Þennan dag verða liðin 50 ár frá fyrsta kvennafrídeginum og af því tilefni standa fjölmörg félagasamtök fyrir útifundum og dagskrá þar sem minnt verður á mikilvægi jafnréttis og baráttunnar gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.
Jafnrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu er grundvallaratriði. Við stöndum með baráttunni fyrir jöfnum tækifærum og virðingu allra – óháð kyni eða kynferði – og fögnum þeim framförum sem hafa orðið á síðustu áratugum og styðjum jafnframt áframhaldandi baráttu.
Gildi hvetur því starfsmenn sína til að sýna stuðning og taka virkan þátt í skipulagðri dagskrá eða með því að gera öðrum kleift að taka þátt í þessum merka áfanga í jafnréttisbaráttunni.