7. apríl 2025

Ársskýrsla Gildis 2024 er komin út

Ársskýrsla Gildis 2024 hefur nú verið birt á vef sjóðsins. Í skýrslunni, sem er tæplega 70 blaðsíður að lengd, eru veittar ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og ávöxtun Gildis á liðnu ári. Einnig er þar veitt innsýn í eignasafn sjóðsins, samsetningu sjóðfélagahópsins, áherslur sem tengjast sjálfbærum fjárfestingum og margt fleira.



Í fyrsta skipti er sá háttur hafður á að gefa ársskýrsluna út sem sérrit, en fram að þessu hefur hún verið gefin út ásamt ársreikningi sjóðsins. Með þessu fyrirkomulagi gafst sjóðnum kostur á að birta ársreikning fyrir um þremur vikum sem er mun fyrr en áður hefur verið mögulegt.

Ársskýrslan verður kynnt á ársfundi Gildis sem fram fer næsta fimmtudag, þann 10. apríl klukkan 17:00, á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn er öllum opinn og eru sjóðfélagar hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um málefni sjóðsins.

Nánari upplýsingar, þar á meðal öll ársfundargögn, má finna hér á vef Gildis.