Vakin er athygli á að samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands verður 31. desember ekki lengur bankadagur. Vegna þess þurfa launagreiðendur sem hugðust greiða iðgjöld til Gildis þann 31. desember að flýta greiðslunni um einn dag og greiða 30. desember.
Í þessu sambandi er vakin athygli á eftirfarandi:
Þar sem 31. desember verður ekki bankadagur munu allar greiðslur þann dag bókast á 2. janúar 2026. Við það reiknast óhjákvæmilega vextir á kröfuna!
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu Seðlabanka Íslands: Reglur um breytingu á reglum um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands nr. 1030/2020.