Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu 2021 var 17,8% og raunávöxtun var 12,4%. Skráð hlutabréf, bæði innlend og erlend, skiluðu góðri ávöxtun á árinu. Innlend skuldabréf skiluðu einnig góðri ávöxtun.
Fimm ára meðalraunávöxtun samtryggingardeildar Gildis-lífeyrissjóðs nemur 8,4%. Meðalraunávöxtun undanfarinn tíu ár nemur 7,1%. Þar hefur góð ávöxtun árin 2012 til 2015 sem og árin 2019 til 2021 talsverð áhrif.