Aðalfundur Festi hf. árið 2022 var haldinn þriðjudaginn 22. mars klukkan 10.00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
| Dagskrárliður | Lagt fram af | Afgreiðsla* |
|---|---|---|
| Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári | Kynning | |
| Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur | Kynning | |
| Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins | Stjórn | Samþykkt |
| Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2021 | Stjórn | Samþykkt |
| Tillaga að breytingu á samþykktum og uppfærðum starfsreglum stjórnar | Stjórn | Samþykkt |
| Tilnefningarnefnd kynnir skýrslu sína og tillögur | Kynning | |
| Kosning stjórnar | Sjálfkjörið | |
| Tillaga um staðfestingu á ákvörðun stjórnar um skipun tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd | Stjórn | Samþykkt |
| Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma | Stjórn | Samþykkt |
| Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar | Stjórn | Samþykkt |
| Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins | Stjórn | Samþykkt |
| Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum | Stjórn | Samþykkt |
| Tillaga um lækkun á hlutafé vegna eigin hluta og breytingu á samþykktum félagsins | Stjórn | Samþykkt |
*Afgreiðsla fulltrúa Gildis á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.