Sjóðfélagafundur 12. nóvember 2025

Gildi-lífeyrissjóður stendur fyrir opnum sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi miðvikudaginn 12. nóvember klukkan 17.00 á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Staða og starfsemi Gildis á árinu 2025.
  • Áform stjórnvalda um afnám jöfnunarframlags og áhrif þess á sjóðfélaga Gildis.
  • Önnur mál.

Öll gögn fundarins verða birt hér að fundi loknum.

Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér fyrir neðan eða hér á vefnum vimeo.com.