Gildi veitir sjóðfélögum fasteignalán. Lántakendur geta valið um mismunandi lánamöguleika, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Auðvelt er að hefja séreignarsparnað hjá Gildi og geta sjóðfélagar valið um þrjár mismunandi fjárfestingarleiðir. Með séreignarsparnaði leggur þú til hliðar 2–4% af launum í hverjum mánuði og færð 2% mótframlag (launahækkun) frá vinnuveitanda. Ráðstöfun séreignarsparnaðar er sveigjanleg, úttekt skerðir ekki tilteknar greiðslur frá TR og getur þar með aukið ráðstöfunartekjur á efri árum. Séreign er hægt að nota skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign og til að ráðstafa inn á höfuðstól fasteignaláns. Séreignarsparnaður erfist.
Flestum sjóðfélögum býðst að ráðstafa allt að 3,5% af lífeyrisiðgjaldi í tilgreinda séreign en um hana gilda sambærilegar reglur og um hefðbundna séreign. Nauðsynlegt er að skoða kosti og galla tilgreindrar séreignar vel áður en sótt er um en eftirfarandi er meðal þess sem hafa þarf í huga: