Myndavélavöktun

Vakin er athygli á að Gildi lífeyrissjóður notar öryggismyndavélar til að vakta skrifstofur sjóðsins að Guðrúnartúni 1. Öll meðferð myndefnis fer fram í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Tilgangur

Tilgangur með rafrænni vöktun er að tryggja öryggi starfsfólks og að varna því að eignir Gildis-lífeyrissjóðs séu skemmdar eða að farið sé um skrifstofurými sjóðsins í leyfisleysi.

Andmæli

Ef upp koma álitamál, andmæli eða aðrar athugasemdir varðandi rafræna vöktun Gildis, skal hafa samband við sjóðinn með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@gildi.is eða hringja í síma +354 515 4700.

Upplýsingagjöf

Öryggisstjóri ber ábyrgð á að upplýsa gesti sjóðsins um þessar reglur.

Við notum öryggismyndavélar