Hvaða lán henta?

Verðtryggt lán
Verðtryggt lán felur almennt í sér lægri greiðslubyrði en óverðtryggt en hægari eignamyndun.
Til að byrja með eru afborganir töluvert lægri af verðtryggðu láni en óverðtryggðu m.v. sömu lánsupphæð.

Jafnar afborganir — jafnar greiðslur
Greiðslubyrði láns með jöfnum afborgunum er meiri til að byrja með en við jafnar greiðslur.
Með jöfnum afborgunum lækkar lán alltaf um sömu fjárhæð í hverjum mánuði og eignamyndun verður því hraðari fyrst um sinn.

Verðtryggt lán með föstum vöxtum
Verðtryggt lán með föstum vöxtum felur í sér fyrirsjáanlegar afborganir og jafnari greiðslubyrði en hægari eignamyndun samanborið við óverðtryggt lán.

Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum
Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum felur í sér hægari eignamyndum og lægri greiðslubyrði í samanburði óverðtryggt lán.
Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir láns með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann

Óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum
Óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum felur í sér hærri afborganir og hraðari eignamyndun í samanburði við verðtryggt lán.
Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir láns með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann.


Upplýsingaskjal Neytendastofu

Neytendastofa birti grein um þróun höfuðstóls fasteignalána á heimasíðu sinni sumarið 2018 og uppfærði hana vorið 2022. Þar er farið yfir hvaða lánamöguleikar eru í boði á íslenskum lánamarkaði og hvað lán henta hverjum og einum. Lántakendur eru hvattir til að kynna sér efni og innihald greinarinnar sem hægt er að nálgast hér.