Það er aldrei of snemmt að skoða og skipuleggja lífeyrismálin, en það er einfalt að fá greinargott yfirlit yfir stöðu sína í lífeyriskerfinu á Mínum síðum Gildis. Þar er meðal annars að finna öfluga reiknivél sem auðveldar þér að áætla lífeyrisgreiðslu eftir að starfsævi lýkur. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér kosti og galla séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar.