Séreign

Séreignarsparnaður er mjög góður kostur til aukins lífeyrissparnaðar sem allir ættu að nýta sér. Þeir sem leggja fyrir 2% til 4% af launum sínum eiga rétt á 2% mótframlagi frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum.

Kostir séreignarsparnaðar

Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun, gerir það að verkum að enginn annar sparnaður stenst samanburð við séreignarlífeyrissparnað.

  • Skattalegt hagræði. Séreignariðgjaldið er ekki skattlagt við innborgun.
  • Mótframlag frá launagreiðanda.
  • Fjármagnstekju- og eignarskattfrjálst.
  • Skerðir hvorki barna- né vaxtabætur.
  • Sparnaðurinn erfist.
  • Þægilegt sparnaðarform. Launagreiðandi sér reglulega um að greiða sparnaðinn.
  • Úttekt getur hafist við 60 ára aldur.
  • Meira ráðstöfunarfé á eftirlaunaárum.

 

Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Fyrsta fasteign er varanlegt sparnaðarúrræði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og tekur gildi 1. júlí 2017. Einstaklingar geta nýtt uppsafnaðan séreignarsparnað sem útborgun við fyrstu fasteignakaup, ráðstafað mánaðarlegum séreignargreiðslum inn á fasteignalánið ásamt því að greiða afborgun af óverðtryggðu láni sem tryggt er með veði í fasteigninni. Úrræðið gildir í 10 ár samfellt og getur einstaklingur að hámarki ráðstafað 500 þús.kr. á ári með þessum hætti.

Sjá nánari upplýsingar hér.