20.01.2015

Ný hluthafastefna Gildis-lífeyrissjóðs.

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Hluthafastefnan markar stefnu og stjórnarhætti Gildis-lífeyrissjóðs sem eiganda í þeim félögum sem hann fjárfestir í. Lesa meira >

06.01.2015

Samruni Gildis og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga tók gildi 1. janúar.

Samruni Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga tók gildi 1. janúar 2015.  Gildi hefur því tekið við öllum eignum og skuldbindingum Lsj. Vestfirðinga.  Sjóðurinn verður með starfsstöð að Hafnarstræti 9, Ísafirði.

06.01.2015

Vefflugan – nýtt tölublað

3. tölublað Vefflugunnar, veffréttablaðs Landssamtaka lífeyrissjóða, er komið í loftið. Lesa meira >

29.12.2014

Útborgunardagur lífeyris verður 30. desember.

Útborgunardagur lífeyris vegna desember verður 30. desember. Þeir lífeyrisþegar sem fá fyrirfram greiðslu fá janúar greiddan 2. janúar.

19.12.2014

Hagstæðir og fjölbreyttir kostir í sjóðfélagalánum Gildis.

Á undanförnum misserum hefur Gildi-lífeyrissjóður lagt áherslu á að bjóða sjóðfélögum upp á fjölbreytta kosti í sjóðfélagalánum og hagstæð kjör. Fjárfestingar sjóðsins miðast þó ávallt við að ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best bjóðast á hverjum tíma að teknu tilliti til áhættu. Lesa meira >