Iðgjöld

Lífeyrissjóður

Samkvæmt lögum er öllum launamönnum rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar.  Atvinnurekendum er sömuleiðis rétt og skylt að halda eftir iðgjaldi af launum launþega og skila því til lífeyrissjóðsins ásamt mótframlagi sínu.

Iðgjald til lífeyrissjóðsins

Iðgjald til lífeyrissjóðsins frá 1. janúar 2007 er 12% af heildarlaunum, þ.e. tekjum af dagvinnu, eftirvinnu, næturvinnu, álagsgreiðslum og orlofi. Sjóðfélagar á aldrinum 16 – 70 ára greiða 4% af öllum launum sínum til sjóðsins og atvinnurekendur 8%.

Samkvæmt kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands o.fl1 og Samtaka Atvinnulífsins frá 21. janúar 2016, hækkaði framlag launagreiðenda, vegna þeirra launþega sem fá 8% mótframlag, á eftirfarandi hátt:

1. júlí 2016: mótframlag 8,5% (launþegi greiðir 4%, samtals iðgjöld 12,5%)
1. júlí 2017: mótframlag 10,0% (launþegi greiðir 4%, samtals iðgjöld 14,0%)
1. júlí 2018: mótframlag 11,5% (launþegi greiðir 4%, samtals iðgjöld 15,5%)

Eftirlit sjóðfélaga með iðgjaldaskilum

Sjóðfélagar eru hvattir til að fylgjast vel með iðgjaldaskilum. Sjóðurinn sendir út yfirlit tvisvar á ári, í mars og september, þar sem gerð er grein fyrir skilum til sjóðsins. Á yfirliti kemur fram heildarstigaeign sjóðfélagans ásamt sundurliðun á þeim greiðslum sem borist hafa frá síðasta yfirliti. Nauðsynlegt er að sjóðfélagar beri þessi yfirlit saman við launaseðla sína til að tryggja rétt skil.

Ef yfirlit berst ekki frá sjóðnum getur það þýtt að ekki sé staðið í skilum við sjóðinn. Réttindi geta því glatast ef sjóðnum er ekki gert aðvart um ætluð vanskil og er rík ábyrgð lögð á sjóðfélagann þessu samfara. Starfsmenn sjóðsins fylgjast með iðgjaldaskilum en enginn gerir það betur en sjóðfélaginn sjálfur.  Réttindi sjóðfélaga til lífeyris eru reiknuð í krónum og ráðast réttindi af því iðgjaldi sem greitt er í lífeyrissjóðinn hverju sinni.

Greiðslur í sjóðinn hefjast þegar launþegi hefur náð 16 ára aldri (í næsta mánuði eftir afmælismánuð).  Þegar sjóðfélagi nær 70 ára aldri hættir hann að greiða iðgjald til sjóðsins (síðast greitt í afmælismánuði), enda aflar hann sér ekki lífeyrisréttinda eftir þann tíma.

Stéttarfélög

Gildi – lífeyrissjóður hefur tekið að sér innheimtu fyrir eftirtalin stéttarfélög:

Atvinnurekendum er skylt að halda eftir af launum starfsmanns félagsgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum sem kjarasamningar greina.

Atvinnurekendum er einnig skylt að greiða í sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóði viðkomandi stéttarfélaga þau iðgjöld sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

Nánari upplýsingar fyrir launagreiðendur varðandi iðgjöld er að finna á vefsíðu Eflingar stéttarfélagsÝtið hér.

Endurhæfingarsjóður

Launagreiðendum, þar með töldum sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem ekki eru félagsmenn stéttarfélaga, ber að greiða 0,10% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Greiðsluskyldan var lögfest frá og með 1. september 2011 en þá breyttust lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Upplýsingar frá VIRK varðandi lögfestingu á iðgjaldi til launagreiðenda eru hér.