23. May 2022

Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka

Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána um 85 punkta. Hækkunin mun taka gildi 5. júlí. Óverðtryggðir breytilegir vextir Gildis eru í dag 4,50% af grunnlánum og 5,25% af viðbótarlánum. Eftir hækkunina verða vextir óverðtryggðra grunnlána 5,35% og óverðtryggð viðbótarlán munu bera 6,1% vexti.

Frá og með 5. júlí mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:

Grunnlán (allt að 65% veðhlutfall) Viðbótarlán (65-75% veðhlutfall)
Verðtryggt - fastir vextir 2,80% 3,55%
Verðtryggt - breytilegir vextir 1,60% 2,35%
Óverðtryggt - breytilegir vextir 5,35% 6,1%