12. July 2022

Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka 15. ágúst

Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána um 85 punkta. Hækkunin mun taka gildi 15. ágúst. Óverðtryggðir breytilegir vextir Gildis eru í dag 5,35% af grunnlánum og 6,10% af viðbótarlánum. Eftir hækkunina verða vextir óverðtryggðra grunnlána 6,20% og óverðtryggð viðbótarlán munu bera 6,95% vexti.

Verðtryggðir vextir sjóðsins breytast ekki að svo stöddu.

Frá og með 15. ágúst mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:

Grunnlán (allt að 65% veðhlutfall) Viðbótarlán (65-75% veðhlutfall)
Verðtryggt - fastir vextir 2,80% 3,55%
Verðtryggt - breytilegir vextir 1,60% 2,35%
Óverðtryggt - breytilegir vextir 6,20% 6,95%