Heimild til sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna COVID-19 hefur verið framlengd til ársloka 2021. Vakin er athygli á að sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um inneign sína í séreignardeild sjóðsins á
sjóðfélagavef Gildis. Umsókn um útgreiðslu úr séreignardeild er einnig aðgengileg á sjóðfélagavefnum en hægt er að komast beint í hana
með því að smella hér.Nánari upplýsingar:
- Hámarksúttekt fyrir einstakling er 12 milljónir króna.
- Hámarksgreiðsla á mánuði er 800.000 krónur.
- Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum úr séreignarsjóði.
- Miða skal við inneign 1. apríl 2021 og er umsóknarfrestur til 1. janúar 2022.
- Umsóknir sem berast fyrir 19. dag mánaðar greiðast út um næstu mánaðamót.
- Ath. að heimildin nær ekki til tilgreindrar séreignar.