17. March 2021

Skrifstofur Gildis opnar en bóka þarf viðtal

Skrifstofur Gildis opna á ný mánudaginn 22. mars næstkomandi. Við hvetjum engu að síður þá viðskiptavini sem hafa á því möguleika að nýta sér rafrænar lausnir sjóðsins. Vegna tveggja metra reglu þarf sjóðurinn að setja skorður á hversu mörgum er sinnt í einu og því eru sjóðfélagar og aðrir viðskiptavinir hvattir til að hafa samband við sjóðinn fyrir fram og bóka viðtalstíma. Hægt er að gera það í gegnum netfangið gildi@gildi.is eða í síma 515-4700. Vakin er athygli á að viðskiptavinir verða að vera með grímur þegar þeir heimsækja sjóðinn.

Hægt er að senda fyrirspurnir og gögn beint á einstakar deildir í eftirtalin netföng:

 

Upplýsingar um inneign, réttindi og lán má nálgast á sjóðfélagavef en launagreiðendur finna upplýsingar um stöðu sína hjá sjóðnum á launagreiðendavef og þar er einnig hægt að senda inn skilagreinar. Á vef sjóðsins er hægt að nálgast allar umsóknir um lífeyri, lán og séreign.

Áfram er hægt að skila skjölum til sjóðsins í póstkassa við skrifstofu Gildis við Guðrúnartún 1 en einnig verður mögulegt að skila inn gögnum í móttöku á annarri hæð. Enn um sinn má búast við að umsóknir um lán og önnur erindi taki lengri tíma en alla jafna og biðjumst við velvirðingar á því.