Um sjóðinn

Gildi – lífeyrissjóður var stofnaður 1. júní 2005 við sameiningu Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna. Markmið sameiningarinnar var að tryggja sjóðfélögum þau bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á með betri áhættudreifingu sjóðfélaga á atvinnugreinar, öflugri áhættustýringu og ávöxtun iðgjalda svo og hagkvæmari rekstri. Við sameininguna runnu saman tveir öflugir lífeyrissjóðir af svipaðri stærð.  Þann 1. janúar 2015 tók Gildi við eignum og skuldbindingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem þá sameinaðist Gildi.

Gildi – lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 20 þúsund lífeyrisþega, 51 þúsund  greiðandi sjóðfélaga og um 217 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Hrein eign til greiðslu lífeyris 31. desember 2016 var 472 milljarðar króna. Hjá sjóðnum starfa 33 starfsmenn með langa starfsreynslu og mikla þekkingu

Sjóðurinn rekur eina aldurstengda samtryggingardeild og þrjár séreignardeildir. Samtryggingardeildin er lögbundin og aðildarfélög hennar eru:

 • Efling – stéttarfélag
 • Sjómannasamband Íslands
 • Sjómannafélag Íslands
 • Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
 • Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði
 • Félag vélstjóra og málmtæknimanna
 • Verkalýðsfélagið Hlíf
 • Verkalýðsfélag Vestfirðinga
 • Félag hársnyrtisveina
 • Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
 • Samtök atvinnulífsins.

Fjármálaeftirlitið er eftirlitsaðili með starfsemi sjóðsins, auk innri og ytri endurskoðunar frá þriðja aðila.